Efling stéttarfélag

„Það er ekkert undarlegt að fólk heldur oftast að ég sé útlendingur þegar það villist hingað inn. “

Ágústa Kolbrún Guðrúnardóttir

„Ég vaska upp á sumrin og með skólanum á veturna. Fyrst fannst mér það skrýtið, svona lokað gluggalaust herbergi. En ekki lengur, þetta venst, og ég raða hlutunum eftir kerfi, eins og ég vil. Ég raða bökkunum eftir litum. Þetta er herbergið mitt.

Sem uppvaskari er maður á botninum í metorðastiga veitingastaðarins. En maður getur unnið sér inn virðingu með því að gera hlutina vel og ég hef unnið mér inn nokkur prik með því að koma með bækur og lesa yfir uppvaskinu. Það þykir fínt að lesa.

Það er ekkert skrýtið að fólk heldur oftast að ég sé útlendingur þegar það villist hingað inn í eldhúsið. Skýringin er sú að það eru aðallega útlendingar faldir þarna bak við í uppvaskinu á veitingahúsunum. Þetta er aðallega ungt fólk og innflytjendur sem eru á lægsta kaupinu. Ég er 17 ára og lágmarkslaun hjá ungu fólki er lægra en lágmarkskaup hjá fullorðnum sem er 1600 krónur á tímann. En ég kvarta ekki, ég hef það ágætt hérna enda bý ég hjá foreldrum mínum og þarf ekki að hugsa um neinn nema mig sjálfa.“

Elísabet Freyja Úlfarsdóttir
Uppvaskari á veitingahúsi

Deila