Efling stéttarfélag

„Ég þarf að vinna afþví ég er bæði mamman og pabbinn.“

Ágústa Kolbrún Guðrúnardóttir

„Mamma mín hefur unnið í ræstingum á Íslandi í tólf ár. Ég ætlaði í fyrstu aðeins að vinna hérna í sumar en núna er ég orðin svo bjartsýn að ég gæti alveg hugsað mér að vera hérna áfram. Bæði náttúran og fólkið á íslandi heillar mig.

Ég þarf að vinna en eftir að ég skildi við föður dætra minna er ég bæði mamman og pabbinn. Í Litháen vann ég sem snyrtifræðingur sem er aðalstarfið mitt, það er það sem ég lærði og meðfram því hef ég hannað föt og skartgripi eftir eftir eigin innblæstri og selt. En það er bara ekki nóg upp úr því að hafa og þess vegna kom ég hingað að vinna.

Eldri stelpan er tvítug, hún er mjög sjálfstæð og mín yngri sem er þrettán ára vill ekki koma til Íslands útaf skólanum. Hugsanlega gætu þær verið heima í Litháen og ég ferðast fram og tilbaka. Pabbinn mun ef til vill líta eftir þeim.

Fjölskylda mín hefur dvalið á Íslandi í gegnum árin. Bróðir minn kom hingað með mömmu fyrir tólf árum síðan. Þá var hann átján ára gamall. Hann er reyndar nýfluttur heim aftur til Litháen með konunni sinni sem hann kynntist á Íslandi.

Ég bý hjá mömmu núna og mér líður einsog ég sé orðin litla skólastúlkan heima hjá henni. Við erum að venjast hvor annarri aftur. Það er aðeins núningur á milli okkar en það á eftir að jafna sig. Ef ég verð ég hérna áfram þá mun mamma sem er að fara á eftirlaun líklega búa áfram á Íslandi. Það er erfitt að vera komin á aldur og vera ekki með fjölskylduna í kringum sig.

Mamma er einsog aðrar mömmur, hefur áhyggjur af mér og vill að allt gangi vel. Við rífumst í smá stund en stuttu síðar er allt komið í lag og við eldum “Cepelinai su mesa”.

Ef þú spyrð litháa um uppáhaldsmatinn hans þá svarar hann ávallt: “Cepelinai su mesa” sem er litháenskur þjóðaréttur. Kartöfflumús á móti rifnum hráum kartöfflum er blandað saman í kúlu með hakkakjöti inní, og velformaðar kúlurnar eru soðnar í 20 mínútur í sjóðandi vatni. Það er kúnst að búa þetta til, að sjóða kúlurnar svo að þær haldi forminu og án þess að allt fari í mauk. Íslendingar eru ekki hrifnir af þessu en við mamma búum þetta til og borðum saman.“

Gintare Mociene
Ræstitæknir á öldrunarheimili

Deila