Efling stéttarfélag

„Draumurinn er að fara í skóla en ég þarf að snúa við fjárhagnum til þess að það verði að veruleika.“

Ágústa Kolbrún Guðrúnardóttir

„Ég hef starfað hjá Lýsi í þrjú ár. Mjög gott að vinna hér, aðallega vegna starfsfólksins, starfsandinn í húsinu er góður. Mitt starf er að stilla vélarnar í pökkunarsalnum. Það þarf að stilla vélarnar eftir því hverju er verið er að pakka og í hvaða umbúðir. Síðan keyri ég vélarnar og sé um minniháttar viðhald. Eflaust eiga róbótar eftir að taka þessa starfsemi yfir, en það næst varla á minni starfsævi. Mig hefur hins vegar alltaf langað að læra að búa til róbóta eða gera við þá.

Fólk er ekkert að fara héðan, mjög margir búnir að starfa hérna í fimm til tíu ár og sumir lengur. Ég held að ég hafi ráðið mig til fimm ára þegar ég byrjaði. Draumurinn er alltaf að fara í skóla, ég þarf bara að snúa við fjárhagnum til þess að það verði að veruleika.

Rúmlega 50% af laununum mínum fer í leigu og mér sýnist ég bara vera heppinn. Við erum tveir sem leigjum saman og deilum leigunni. Ég æfi bogfimi og til þess að eiga efni á því þá vinn ég aukalega um helgar og leyfi mér ekki að fara í bíó né út að borða. Næst á dagskrá hjá mér er að taka lán fyrir aðgerð hjá tannlækni, en fyrst þarf ég að borga niður aðra skuld áður en það gerist.“

Ragnar Þór Hafsteinsson
Vélamaður í pökkunarsal

Deila