Efling stéttarfélag

„Það virðist lítið breytast hjá almúganum.“

Ágústa Kolbrún Guðrúnardóttir

„Ég starfaði í fiskvinnslu heima á Snæfellsnesi áður en ég flutti í bæinn. Árið 2013 keyptum við hjónin saman smá kytru, 60 fermetra íbúð í Seljahverfi. Við erum fjögur í heimili og stundum fimm þegar minn elsti er hjá okkur. Ég hef keyrt fyrir Gámaþjónustuna í 14 ár. Ég tók hlé í sex mánuði og prófaði aðra vinnu en fór síðan aftur í gamla starfið. Ég keyri með farm fram og tilbaka, sæki og losa. Ég finn mikið fyrir góðærinu í vinnunni, álagið hefur stóraukist, það er mikið að gera. Hinsvegar finn ég ekki sjálfur þennan kaupmátt sem allir tala um, pyngjan mín þyngist ekki. Það virðist engin breyting vera hjá almúganum. Ég þarf reyndar að fylgjast betur með mínum útgjöldum og ekki kaupa neinn óþarfa. Ég keypti mér að vísu notað fellihýsi sem virðist hafa átt líflegri daga. Ég hef undanfarna daga verið að fríska upp á það, stefni á útilegu í næstu viku með alla fjölskylduna. Við ætlum að flýja rigninguna og elta gula draslið.“

Sigurður Pétur Sölvason
Bílstjóri í 14 ár

Deila