Efling stéttarfélag

„Ég efast um að það verði ennþá guðþjónustur þegar ég flyt hingað, ég og vinir mínir erum allir guðleysingjar“

Ágústa Kolbrún Guðrúnardóttir

„Ég byrjaði í umönnun síðasta haust en fram að því vann ég á þjónustuborði í byggingavöruverslun í Grafarholti. Þetta eru hvort tveggja þjónustustörf, en gjörólík. Það kom yfirleitt pirrað fólk að þjónustuborðinu og gagngert til þess að kvarta. En hér á heimilinu er fólk yfirleitt ánægt þrátt fyrir að vera í allskonar ástandi.

Hér er ég umbúðalaust að hjálpa fólki. En á þjónustuborðinu var ég annaðhvort að beina fólki eitthvað annað eða segja því að ekkert væri hægt að gera í stöðunni. Ég gat ekki leyst úr vanda neins.

Þegar ég byrjaði hérna þurfti ég að kynnast fólkinu og læra inn á þarfir þeirra því enginn er eins. Vinkona mömmu er þroskaþjálfi og ég hafði aðstoðað hana við umönnun í sumarbúðum. Þannig að starfið sjálft kom mér ekki á óvart. Ég er var ekkert feiminn við að hjálpa fólki á klósett. Stundum ímynda ég mér hvernig það verður þegar ég flyt hingað inn, hvað eigi eftir að breytast. Ég efast um að það verði enn þá guðsþjónustur af því að ég og allir mínir vinir eru guðleysingjar. Og örugglega mun önnur músík hljóma á göngunum, allavega ekki þessi lúðra- eða harmónikkutónlist eins og núna.

Ég vinn sex tíma vaktir, yfirleitt frá átta til tvö og hef ekki tekið námslán hingað til. Af kaupinu borga ég skólagjöld og kaupi mér að borða en ég fæ að búa hjá mömmu á meðan ég er í námi. Á meðan ég kemst upp með að sleppa námslánum þá geri ég það. Ég hjóla yfirleitt í skólann nema í vonskuveðri en þá tek ég leið 13.“

Sindri Snær Bergsson
Sumarstarfsmaður í umönnun

Deila