Efling stéttarfélag

„Hvað gerðist með þig, afhverju ertu að vinna í eldhúsi?“

Ágústa Kolbrún Guðrúnardóttir

„Ég er frá Zamosc sem er fræg pólsk miðaldaborg í austur Póllandi, byggð af miklum metnaði á sínum tíma af ítalskri fyrirmynd. Hún er mjög falleg með fallegu húsin sín og götumynd, það sem er hinsvegar svo skrýtið og gerir hana óvenjulega er að innan um allar þessu fallegu minjar býr fólk við mesta atvinnuleysi og minnsta hlutfall menntunar í öllu Póllandi.

Ég er alinn upp af verkafólki sem átti þá ósk eina að sjá mig vinna mig upp um stétt. Mamma sagði mér að ef ég færi ekki í framhaldsnám þá myndi ég enda sem byggingar verkamaður sem var alls ekki gott í þeirra huga og fyrir mér lá að verða læknir eða lögfræðingur.

Þegar ég var 18 ára fór ég vestur til Wroclaw að læra lögfræði. Wroclaw er hinsvegar fyrrum þýsk borg með þýskum byggingum, mjög vel skipulögð. Ég er hrifin af öllu sem er vel skipulagt og fellur vel að hvort öðru og elskaði borgina og varð líka ástfangin af stúlku sem ég fór að búa með. Við bjuggum í ótrúlega fallegri íbúð sem var í niðurníðslu svona þýsk íbúð hátt til lofts og vítt til veggja og ég hafðist handa við að gera íbúðina upp fyrir okkur, en íbúðina hafði vinkona mín fest kaup á.

Þar sem sambandið og íbúðin tók hug minn allan, hætti ég í lögfræðináminu og hætti líka með vikulegan útvarpsþátt sem ég hafði umsjón með og fór til Bergen í eitt ár að safna peningum fyrir framkvæmdunum í íbúðinni. Ég fékk vinnu í uppvaski sem var hryllileg vinna í mínum huga, það var alveg sama hvað ég vaskaði mikið upp það lækkaði aldrei í diskastaflanum. Álagið var ótrúlegt, mikið stress og ég lofaði sjálfum mér að vinna aldrei aftur á veitingarhúsi, ég horfði á fólkið í kringum mig og spurði: „Hvað gerðist í barnæsku ykkar sem réttlætir að þið vinnið svona vinnu?“

Þegar ég fór til Bergen og vann líkamalegu vinnu þá leið mér illa afþví að ég átti að verða lögfræðingur. Ég hafði lært af foreldrum mínum að líkamleg vinna væri einskis metin og með því hugarfari stóð ég yfir uppvaskinu og kvaldist meir og meir. Kærastan mín hringdi einn daginn og sagði að við þyrftum að tala saman. Ég vissi að það voru ekki góðar fréttir og lagði frá mér svuntuna og sagði upp uppvaskara starfinu og fór heim til Póllands.

Það kom á daginn að fjarbúðin hafði gert út um samband okkar og draumurinn um fjölskyldu og fallega íbúð fauk á einu bretti og í miðju tilgangsleysi mínu þáði ég að heimsækja vinkonu mína á Islandi til þess að jafna mig. En eitt leiddi af öðru, ég tók nokkrar vaktir í uppvaskinu á Cafe Flora og í framhaldinu var mér boðið eldhússtarf hjá Aalto Bistro í Norræna húsinu og í dag er ég kokkur og set saman matseðil sem ég elda og ég komst að því að líkamleg vinna var ekki svo slæm, ég hafði verið að burðast með viðhorf foreldra minna.

Fyrst var þetta einsog að grafa skurð í eldhúsinu en núna er eldamennskan nær því að vera hugleiðsluástand hjá mér. Ég þarf að gera svo marga hluti í eldhúsinu mörg handtök og það er vonlaust að setja klukkuna á alla hluti, þú verður að vera með þína klukku undirmeðvitund sem segir þér hvað eggið þarf að sjóða lengi og steikin að vera lengi í ofninum, ég notast lítið við klukku yfirleitt og treysti helst þessu flæði verkefna og umbreytingu efnisins sem gerist í eldhúsrýminu.

Uppáhaldstími dagsins er að mæta til vinnu og setja saman hádegismatseðilinn, stundum dreymir mig á nóttunni hvað ég ætla að hafa í matinn, stundum er ég búin að ákveða daginn áður. Það er gott að vinna hérna afþví mínir yfirmenn gefa mér frelsi til þess athafna mig.

Að elda mat er einsog að semja lag, það verður að vera jafnvægi á disknum, allir þættir þurfa að styðja hvorn annann, sætt með salatinu, salt og savory, spennandi áferð og “filler” eða hlut einsog smælki, léttsoðið og steikt íslenskt smælki er í uppáhaldi hjá mér. Ég þarf líka að leggja mitt eigið egó til hliðar í eldhúsinu og hugsa um kúnnann, ég lærði það þegar ég bar fram reykt eggaldin með fisknum og allir skiluðu því til baka. Ég hafði nostrað lengi við að reykja eggaldin á viðarkolum í kassa þannig að þau voru orðin súr og skrýtin á bragðið og ég hélt að ég væri búin að finna upp eitthvað nýtt og jafnvel brjóta blað í matargerð. En það var víst ekki svo gott.

Vestræn menning veldur mér vonbrigðum að því leyti hvernig hún sýnir líkamlegri erfiðisvinnu mikla lítilsvirðingu. Ég kenni þeim Thatcher og Reagan um þetta viðhorf, þau háðu stríð gegn verkalýðsstéttinni á áttunda áratugnum og þessi viðhorf ásamt leiðsögn Strákanna frá Chicago fylltu upp tómarúmið sem rússarnir skyldu eftir þegar þeir yfirgáfu Pólland og pólverjar basla þar að leiðandi með skakka sjálfsmynd og fyrirlitningu á verkamannavinnu.

Fólk í Póllandi er með svo miklar hugmyndir um hvernig lífi þú átt að lifa, hvað er merkilegt og hvað ekki og ég fæ spurningu einsog: „Hvað gerðist með þig, afhverju ertu að vinna í eldhúsi?“

Wojciech Wojciechowski
Kokkur

Deila